Innlent

Jöklar á bakvið jarðskjálftavirki á Íslandi

Ný rannsókn á vegum vísindamanna við Jarðfræðideildaháskólans í Uppsölum í Svíþjóð sýnir að fylgni er á milli jarðskjálftavirkni og þróunar jökla á Íslandi. Eftir því sem jöklarnir hopa eykst jarðskjálftavirknin.

Þrír Íslendingar eiga hlut að þessari rannsókn sem unnin var undir forystu Kristínar Jónsdóttur. Auk hennar voru þeir Ari Tryggvason og Reynir Böðvarsson í hópnum ásamt Roland Roberts, Veijo Pohjola, Björn Lund og Zaher Hossein Shomali.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu The Times of India segir m.a. að á virkum eldfjallasvæðum hafi langvarandi jarðskjálftavirkni oft verið talin fyrirboði eldgoss. Rannsókn fyrrgreinds hóps leiði annað í ljós.

Rannsóknin var unnin upp úr veður- og jarðvísindagögnum frá Kötlu-svæðinu og inniheldur hún m.a. könnun á yfir 13.000 jarðhræringum þar frá árinu 2000.

Vísindamennirnir komust að því að þessar jarðhræringar eru greinilega bundnar við árstíðir, breytingar á veðurfari og þar með aukinni hreyfingu á jöklinum, það er Mýrdalsjökli í þessu tilviki.

Þótt að rannsóknin nái einungis til Kötlusvæðisins álykta vísiendamennirnir að hlýnun jarðar geti leitt til aukinnar skjálftavirkni á öðrum stöðum þar sem jöklar liggja yfir eldfjöllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×