Erlent

Hafa enga hugmynd hvar Osama heldur sig

Osama Bin Laden. Týndur og tröllum gefinn.
Osama Bin Laden. Týndur og tröllum gefinn.

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa engar staðfestar upplýsingar um hvar leiðtogi Al-Qaeda samtakanna, Osama Bin Laden, heldur sig. Hefur Bandaríkjastjórn ekki vitað það í mörg ár.

Þetta viðurkennir Roberts Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna en fréttavefurinn BBC greinir frá. Í síðustu viku hélt talibani sem handtekinn var í Pakistan því fram að Bin Laden hefði verið staddur í Afganistan fyrr á þessu ári.

Gates getur ekki staðfest að þetta sé rétt. Hingað til hefur verið talið að Bin Laden héldi sig í Pakistan, skammt frá landamærum Afganistan.

Að sögn sama talibana er leiðtogi hryðjuverkasamtakanna heilsuhraustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×