Erlent

Pakistanar saka Indverja um árás á krikketlið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Einn hinna særðu hlýtur aðhlynningu.
Einn hinna særðu hlýtur aðhlynningu.
Pakistanar saka nágranna sína, Indverja, um að standa á bak við árásina á krikketlandslið Sri Lanka í pakistönsku borginni Lahore í gær en átta manns létu lífið í árásinni og aðrir átta særðust. Indverjar vísa ásökunum Pakistana á bug en sjálfir sökuðu þeir pakistönsku hryðjuverjasamtökin Lashkar-e-Taiba um hryðjuverkaárásirnar á indversku borgina Mumbai í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×