Erlent

Rændu gullsmíðaverkstæði í Álaborg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir menn huldir reykgrímurm réðust í morgun inn í gullsmíðaverkstæðið N.P. Nielsen í Bispensgade í Álaborg og flúðu á brott með skartgripi að verðmæti allt að 100 þúsund dönskum krónum eða um 2,5 milljónum íslenskra.

„Það er talað um að þetta hafi verið mjög ofbeldisfullt rán," segir Poul Badsbjerg varðstjóri hjá lögreglunni á Norður - Jótlandi. Ræningjarnir hótuðu starfsfólki á gullsmíðaverkstæðinu með byssu og beittu táragasi gegn einum starfsmanni áður en þeir hirtu skartgripina.

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvert tjónið er en eins og áður segir er talið að það geti numið allt að 2,5 milljónum íslenskra króna.

Það var danska fréttastofan TV2 sem greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×