Enski boltinn

Liverpool vann Englandsmeistarana 4-1 á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Markaskorarar Liverpool Steven Gerrard og Fernando Torres.
Markaskorarar Liverpool Steven Gerrard og Fernando Torres. Mynd/afp

Liverpool minnkaði forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 4-1 stórsigri í leik liðanna á Old Trafford í dag.  Fernando Torres, Steven Gerrard, Fábio Aurélio og Andrea Dossena  skoruðu mörkin eftir að Cristiano Ronaldo kom United í 1-0.

Liverpool er því áfram inn í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn en forskot Manchester United er engu að síður fjögur stig auk þess að liðið á leik inni á Liverpool.

Andrea Dossena skoraði fjórða mark Liverpool á 90. mínútu alveg eins og hann gerði í 4-0 sigurleiknum á Real Madrid í vikunni.

Líkt og í fyrri leiknum þurfti Nemanja Vidic að yfirgefa völlinn með rautt spjald. Vidic fékk rauða spjaldið fyrir að brjóta á Steven Gerrard sem var að sleppa í gegn.

Það var síðan sem kom Liverpool í 3-1 með glæislegu marki beint úr aukaspyrnunni. Markið kom á 77. mínútu leiksins.

Cristiano Ronaldo kom Manchester United yfir úr víti á 23. mínútu en síðan hafa þeir Fernando Torres og Steven Gerrard skoraði báðir og komið Liverpool í 2-1 fyrir hálfleik.

Steven Gerrard skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 44. mínútu en hann fékk hann fékk sjálfur eftir að Patrice Evra felldi hann þegar Gerrard stakk sér inn í teiginn.

Fernando Torres er búinn að jafna leikinn fyrir Liverpool eftir að hafa náð boltanum af Nemanja Vidic. Markið kom fimm mínútum eftir að Cristiano Ronaldo hafði komið Manchester United yfir úr vítaspyrnu.

Mark Torres kom á 28. mínútu en hann afgreiddi boltann af öryggi í markið eftir að hafa stolið boltanum af Vidic sem gerði þá sjaldséð mistök.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo koma Manchester United í 1-0 með marki úr vítaspyrnu eftir 23 mínútna leik.

Ji Sung Park fékk vítið þegar José Reina, markvörður Liverpool, braut á honum. Reina gerði mikil mistök með því að æða út í Kóreumanninn sem var utarlega í teignum og á leið frá markinu.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×