Enski boltinn

Benitez: Stoltur og ánægður með mitt lið í frábærum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var ánægður í leikslok.
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var ánægður í leikslok. Mynd/AFP

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum fyrir að hafa aldrei misst trúna þegar liðið vann 4-1 sigur á Manchester United á Old Trafford í dag. Liverpool lenti 1-0 undir á útivelli á móti liði sem var búið að vinna ellefu deildarleiki í röð.

„Þetta var frábær leikur. Við höfum spilað betur en aldrei á móti jafnsterku liði og United. Ég er mjög ánægður fyrir hönd minna leikmanna," sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool eftir leik. "Aðalatriðið var að ná í þrjú stig og er rosAlega stolTur af mínu liði," sagði Benitez himinlifandi í leikslok.

„Við urðum að vinna en þetta varð mjög erfitt eftir að við fengum á okkur mark. Við héldum áfram að sækja og misstum aldrei trúna á verkefnið," sagði Benitez en hann horfði samt raunhæfum augum á framhaldið.

„Þetta er mjög erfið deild en nú eigum við meiri möguleika og við sýndum það líka að við getum unnið öll lið," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×