Enski boltinn

Liverpool með fullt hús á móti United og Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres er búin að skora þrjú mörk gegn United og Chelsea á þessu ári.
Fernando Torres er búin að skora þrjú mörk gegn United og Chelsea á þessu ári. Mynd/AFP

Liverpool vann alla fjóra leiki sína á móti Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þar af báða leikina á þessu ári með tveggja marka mun eða meira. Markatala Liverpool í þessum fjórum leikjum er 9-2 Liverpool í hag.

Liverpool vann Manchester United 2-1 á Anfield 13. september. Fyrra mark liðsins var sjálfsmark á 27. mínútu en það var Hollendingurinn Ryan Babel sem skoraði sigurmarkið á 77. mínútu.

Xabi Alonso tryggði Liverpool 1-0 sigur á Chelsea á Stamford Bridge 26. október. Mark Spánverjans kom strax á tíundu mínútu leiksins.

Tvö mörk Fernando Torres á síðustu tveimur mínútum tryggðu Liverpool 2-0 sigur á Chelsea á Anfield 1. febrúar síðastliðinn.

Fernando Torres, Steven Gerrard, Fábio Aurélio og Andrea Dossena skoruðu síðan mörk Liverpool í 4-1 sigri á Manchester United á Old Trafford í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×