Enski boltinn

Arsenal upp fyrir Aston Villa - vann Blackburn 4-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrey Arshavin fagnar marki sínu gegn Blackburn í dag.
Andrey Arshavin fagnar marki sínu gegn Blackburn í dag. Mynd/AFP

Arsenal-menn komust upp fyrir Aston Villa í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sannfærandi 4-0 sigur á Blackburn í dag. Everton er heldur ekki langt undan eftir 3-1 sigur á Stoke.

Arsenal-liðið óð í færum gegn Blackburn og mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri en fjögur og það var ótrúlegt að Daninn Nicklas Bendtner skildi ekki komast á blað í þessum leik.

Andrey Arshavin kom mikið við sögu í fyrsta markinu sem var þó líklega sjálfsmark en það var enginn í vafa um að Andrej Arsjavin hafi skorað annað markið sem hann skoraði á stórkostlegan hátt.

Það var síðan varamaðurinn Emmanuel Eboué skoraði síðustu tvö mörkin í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 83. mínútu. Seinna markið hans var úr vítaspyrnu.

Arsenal er með 52 stig eins og Aston Villa en hefur betri markatölu. Aston Villa á leik inni á morgun á móti Tottenham á heimavelli.

Everton er fjórum stigum á eftir Arsenal og Aston Villa eftir 3-1 sigur á Stoke. Jó, Joleon Lescott og Marouane Fellaini skoruðu mörkin.

Úrslitin í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Arsenal 4-0 Blackburn

Bolton 1-3 Fulham

Everton 3-1 Stoke

Hull 1-1 Newcastle

Middlesbrough 1-1 Portsmouth

Sunderland 1-2 Wigan






Fleiri fréttir

Sjá meira


×