Innlent

Góð kjörsókn á Seltjarnarnesi

Fyrsta prófkjörið vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí á næsta ári fer fram í dag, en það eru sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi sem vilja í efstu sæti framboðslista síns.

Að sögn Barböru Ingu Albertsdóttur, formanns kjörstjórnar, hefur kjörsókn verið afar góð og þá hefur mikið verið um nýskráningar. Í prófkjörinu takast Ásgerður Halldórsdóttir, núverandi bæjarstjóri, og Guðmundur Magnússon, á um oddvitasætið.

Kjörstöðum lokar klukkan 18 og að sögn Barböru er stefnt á að talningu atkvæða verði lokið fyrir klukkan 22 í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×