Strætó bjóði út allan rekstur strætisvagna 7. nóvember 2009 02:00 Strætisvagn Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru reknar með miklu tapi og sveitarfélögin vilja ekki taka á sig meiri byrðar af þeim.Fréttablaðið/Pjetur Rekstur á strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út til einkaaðila, verði farið að tillögum Par-x viðskiptaráðgjafar IBM, sem skilað hefur skýrslu til stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Mikill hallarekstur hefur verið á rekstri byggðarsamlagsins Strætó bs. Sveitarfélögin sem eiga Strætó leggja nú afar mikla áherslu á að þau þurfi ekki að bera neinar viðbótar byrðar vegna strætisvagnarekstursins. Meðal annars hefur verið brugðist við því með ákvörðun um að Strætó kaupi enga nýja vagna á næsta ári. Endurskoðun fer nú fram á öllum grundvelli Strætó og stofnsamningi byggðasamlagsins. Meðal annars hefur Reykjavíkurborg uppi þá kröfu að fá tvo fulltrúa en ekki einn í stjórn Strætó enda leggur höfuðborgin til um sextíu prósent af því fé sem Strætó fær frá sveitarfélögunum. Í skýrslu Par-x er talað um að borgin fái jafnvel þrjá fulltrúa í stjórn. Í skýrslunni er rætt um mögulegt framtíðarfyrirkomulag á rekstri Strætó. Inntakið í tillögum ráðgjafarfyrirtækisins er að Strætó verði eins konar sérfræðistofnun sem skipuleggi og tryggi almenningssamgöngur og annist síðan útboð á sjálfum rekstri vagnanna. Þetta myndi meðal annars þýða uppsagnir vagnstjóra og sölu á strætisvögnunum. Sagt er að greina þurfi sundur þann kostnað sem sé hjá Strætó í dag til að geta borið saman við verð sem bjóðist í útboðum á almennum markaði. Við þetta starf yrði nýtt reynsla og þekking núverandi starfsmanna Strætó. Samkvæmt tillögu Par-x yrði viðfangsefni Strætó eingöngu tilteknar stofnleiðir. Vilji sveitarfélögin bjóða upp á þjónustu utan stofnleiðanna myndu þau sjálf þurfa að annast hana en fá þó aðstoð frá Strætó við útboð og slíkt. Varðandi framtíðarstjórn á Strætó leggur Par-x til ýmsar leiðir sem hver og ein er sögð hafa kosti og galla. Meðal leiðanna sem stungið er upp á er að borgarstjóri og bæjarstjórar myndi stjórn Strætó, að Reykjavíkurborg fá fleiri fulltrúa í stjórn, eins og fyrr segir og að Reykjavíkurborg taki Strætó algjörlega yfir og selji hinum sveitarfélögunum síðan þjónustu fyrirtækisins. gar@frettabladid.is Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Rekstur á strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út til einkaaðila, verði farið að tillögum Par-x viðskiptaráðgjafar IBM, sem skilað hefur skýrslu til stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Mikill hallarekstur hefur verið á rekstri byggðarsamlagsins Strætó bs. Sveitarfélögin sem eiga Strætó leggja nú afar mikla áherslu á að þau þurfi ekki að bera neinar viðbótar byrðar vegna strætisvagnarekstursins. Meðal annars hefur verið brugðist við því með ákvörðun um að Strætó kaupi enga nýja vagna á næsta ári. Endurskoðun fer nú fram á öllum grundvelli Strætó og stofnsamningi byggðasamlagsins. Meðal annars hefur Reykjavíkurborg uppi þá kröfu að fá tvo fulltrúa en ekki einn í stjórn Strætó enda leggur höfuðborgin til um sextíu prósent af því fé sem Strætó fær frá sveitarfélögunum. Í skýrslu Par-x er talað um að borgin fái jafnvel þrjá fulltrúa í stjórn. Í skýrslunni er rætt um mögulegt framtíðarfyrirkomulag á rekstri Strætó. Inntakið í tillögum ráðgjafarfyrirtækisins er að Strætó verði eins konar sérfræðistofnun sem skipuleggi og tryggi almenningssamgöngur og annist síðan útboð á sjálfum rekstri vagnanna. Þetta myndi meðal annars þýða uppsagnir vagnstjóra og sölu á strætisvögnunum. Sagt er að greina þurfi sundur þann kostnað sem sé hjá Strætó í dag til að geta borið saman við verð sem bjóðist í útboðum á almennum markaði. Við þetta starf yrði nýtt reynsla og þekking núverandi starfsmanna Strætó. Samkvæmt tillögu Par-x yrði viðfangsefni Strætó eingöngu tilteknar stofnleiðir. Vilji sveitarfélögin bjóða upp á þjónustu utan stofnleiðanna myndu þau sjálf þurfa að annast hana en fá þó aðstoð frá Strætó við útboð og slíkt. Varðandi framtíðarstjórn á Strætó leggur Par-x til ýmsar leiðir sem hver og ein er sögð hafa kosti og galla. Meðal leiðanna sem stungið er upp á er að borgarstjóri og bæjarstjórar myndi stjórn Strætó, að Reykjavíkurborg fá fleiri fulltrúa í stjórn, eins og fyrr segir og að Reykjavíkurborg taki Strætó algjörlega yfir og selji hinum sveitarfélögunum síðan þjónustu fyrirtækisins. gar@frettabladid.is
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira