Strætó bjóði út allan rekstur strætisvagna 7. nóvember 2009 02:00 Strætisvagn Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru reknar með miklu tapi og sveitarfélögin vilja ekki taka á sig meiri byrðar af þeim.Fréttablaðið/Pjetur Rekstur á strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út til einkaaðila, verði farið að tillögum Par-x viðskiptaráðgjafar IBM, sem skilað hefur skýrslu til stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Mikill hallarekstur hefur verið á rekstri byggðarsamlagsins Strætó bs. Sveitarfélögin sem eiga Strætó leggja nú afar mikla áherslu á að þau þurfi ekki að bera neinar viðbótar byrðar vegna strætisvagnarekstursins. Meðal annars hefur verið brugðist við því með ákvörðun um að Strætó kaupi enga nýja vagna á næsta ári. Endurskoðun fer nú fram á öllum grundvelli Strætó og stofnsamningi byggðasamlagsins. Meðal annars hefur Reykjavíkurborg uppi þá kröfu að fá tvo fulltrúa en ekki einn í stjórn Strætó enda leggur höfuðborgin til um sextíu prósent af því fé sem Strætó fær frá sveitarfélögunum. Í skýrslu Par-x er talað um að borgin fái jafnvel þrjá fulltrúa í stjórn. Í skýrslunni er rætt um mögulegt framtíðarfyrirkomulag á rekstri Strætó. Inntakið í tillögum ráðgjafarfyrirtækisins er að Strætó verði eins konar sérfræðistofnun sem skipuleggi og tryggi almenningssamgöngur og annist síðan útboð á sjálfum rekstri vagnanna. Þetta myndi meðal annars þýða uppsagnir vagnstjóra og sölu á strætisvögnunum. Sagt er að greina þurfi sundur þann kostnað sem sé hjá Strætó í dag til að geta borið saman við verð sem bjóðist í útboðum á almennum markaði. Við þetta starf yrði nýtt reynsla og þekking núverandi starfsmanna Strætó. Samkvæmt tillögu Par-x yrði viðfangsefni Strætó eingöngu tilteknar stofnleiðir. Vilji sveitarfélögin bjóða upp á þjónustu utan stofnleiðanna myndu þau sjálf þurfa að annast hana en fá þó aðstoð frá Strætó við útboð og slíkt. Varðandi framtíðarstjórn á Strætó leggur Par-x til ýmsar leiðir sem hver og ein er sögð hafa kosti og galla. Meðal leiðanna sem stungið er upp á er að borgarstjóri og bæjarstjórar myndi stjórn Strætó, að Reykjavíkurborg fá fleiri fulltrúa í stjórn, eins og fyrr segir og að Reykjavíkurborg taki Strætó algjörlega yfir og selji hinum sveitarfélögunum síðan þjónustu fyrirtækisins. gar@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Rekstur á strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út til einkaaðila, verði farið að tillögum Par-x viðskiptaráðgjafar IBM, sem skilað hefur skýrslu til stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Mikill hallarekstur hefur verið á rekstri byggðarsamlagsins Strætó bs. Sveitarfélögin sem eiga Strætó leggja nú afar mikla áherslu á að þau þurfi ekki að bera neinar viðbótar byrðar vegna strætisvagnarekstursins. Meðal annars hefur verið brugðist við því með ákvörðun um að Strætó kaupi enga nýja vagna á næsta ári. Endurskoðun fer nú fram á öllum grundvelli Strætó og stofnsamningi byggðasamlagsins. Meðal annars hefur Reykjavíkurborg uppi þá kröfu að fá tvo fulltrúa en ekki einn í stjórn Strætó enda leggur höfuðborgin til um sextíu prósent af því fé sem Strætó fær frá sveitarfélögunum. Í skýrslu Par-x er talað um að borgin fái jafnvel þrjá fulltrúa í stjórn. Í skýrslunni er rætt um mögulegt framtíðarfyrirkomulag á rekstri Strætó. Inntakið í tillögum ráðgjafarfyrirtækisins er að Strætó verði eins konar sérfræðistofnun sem skipuleggi og tryggi almenningssamgöngur og annist síðan útboð á sjálfum rekstri vagnanna. Þetta myndi meðal annars þýða uppsagnir vagnstjóra og sölu á strætisvögnunum. Sagt er að greina þurfi sundur þann kostnað sem sé hjá Strætó í dag til að geta borið saman við verð sem bjóðist í útboðum á almennum markaði. Við þetta starf yrði nýtt reynsla og þekking núverandi starfsmanna Strætó. Samkvæmt tillögu Par-x yrði viðfangsefni Strætó eingöngu tilteknar stofnleiðir. Vilji sveitarfélögin bjóða upp á þjónustu utan stofnleiðanna myndu þau sjálf þurfa að annast hana en fá þó aðstoð frá Strætó við útboð og slíkt. Varðandi framtíðarstjórn á Strætó leggur Par-x til ýmsar leiðir sem hver og ein er sögð hafa kosti og galla. Meðal leiðanna sem stungið er upp á er að borgarstjóri og bæjarstjórar myndi stjórn Strætó, að Reykjavíkurborg fá fleiri fulltrúa í stjórn, eins og fyrr segir og að Reykjavíkurborg taki Strætó algjörlega yfir og selji hinum sveitarfélögunum síðan þjónustu fyrirtækisins. gar@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira