Innlent

Par handtekið í Leifsstöð með dóp innvortis

Lögreglan á Suðurnesjum handtók á páskadag tvo aðila vegna gruns um innflutning fíkniefna en tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafði stöðvað fólkið við komuna til landsins.

Við röntgenskoðun kom í ljós að báðir þessir aðilar höfðu fíkniefni innvortis og hefur fólkið verið úrskurðað í gæsluvarðhald til 21. Apríl.

Um er að ræða útlendinga sem voru á leið til landsins frá Amsterdam. Fíkniefnin eru gengin niður og að sögn lögreglu verða þau viktuð í dag auk þess sem fólkið verður yfirheyrt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×