Lífið

Gerir mynd um Phoenix

Leikarinn fyrrverandi ætlar að taka upp sína fyrstu sólóplötu með hjálp Sean Combs.
Leikarinn fyrrverandi ætlar að taka upp sína fyrstu sólóplötu með hjálp Sean Combs.

Leikarinn Casey Affleck ætlar að leikstýra heimildarmynd um nýhafinn tónlistarferil kollega síns og mágs, Joaquin Phoenix. Síðasta haust tilkynnti Phoenix öllum að óvörum að hann ætlaði að gefa leiklistina upp á bátinn og einbeita sér að tónlistinni. Ætlar hann að reyna fyrir sér í rappinu og mun Sean Combs taka upp fyrstu plötu hans.

Affleck er þekktastur fyrir leik sinn í Gone Baby Gone, The Assassination of Jesse James og Ocean"s Eleven-myndirnar. Hann er kvæntur Summer Phoenix, systur Joaquin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.