Lífið

Syngur Jackson-lag

Alan Jones er að undirbúa sína fyrstu plötu sem er væntanleg fyrir jól.
Alan Jones er að undirbúa sína fyrstu plötu sem er væntanleg fyrir jól.

Alan Jones, sem keppti í X-Factor hér um árið, er að undirbúa sína fyrstu plötu sem er væntanleg fyrir jól. Hann hefur að undanförnu tekið upp lög með bræðrunum Berki og Daða sem áður voru í Jagúar og samstarf með lagahöfundinum Örlygi Smára er einnig að hefjast. Saman ætla þeir að taka upp eigin útgáfu af Michael Jackson-lagi sem kemur út í júní.

„Þetta fyrsta lag á eftir að koma fólki á óvart því það er dálítið rokk í því," segir Alan, sem er mikill Jackson-aðdáandi. Síðan hann steig fram á sjónarsviðið í X-Factor hefur hann verið duglegur við spilamennsku og vonast til að sú reynsla muni koma að góðum notum við gerð plötunnar.

„Ég hef verið að syngja um allt land, allt frá Reyðarfirði til Akureyrar og það hefur gengið mjög vel," segir hann. - fb










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.