Raforkuverð sligar bændur að óbreyttu 11. ágúst 2009 03:30 Mörg glæsileg garðyrkjufyrirtæki starfa hér á landi en sum þeirra eiga erfitt með að axla gríðarlegar hækkanir á orkuverði. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Mynd/GVA Fjöldi garðyrkjubænda horfir fram á alvarlega rekstrarerfiðleika vegna hækkunar á raforkuverði. Gjaldþrot vofir yfir stórum fyrirtækjum ef ákvörðun stjórnvalda um skerðingu á niðurgreiðslum verður látin standa óbreytt. Skerðingin skilar ríkissjóði litlum ávinningi en veldur gríðarlegu tjóni, segir Bjarni Jónsson,framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Bjarni segir að raforkukostnaður fjölda garðyrkjubænda hafi hækkað um 25 prósent með ákvörðun stjórnvalda í ársbyrjun um að skerða niðurgreiðslur á dreifingarkostnaði rafmagns. „Ég vona, framleiðslunnar vegna, að það verði tekið á þessu máli og þessari ákvörðun snúið við." Bjarni minnir á að nýleg hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar þýði að raforkuverð bænda í dreifbýli hafi hækkað um allt að 35 prósent. „Mesta hækkun sem ég hef séð hjá einum bónda er 600 þúsund krónur á mánuði. Þetta er rekstur sem hefur skilað lítils háttar hagnaði og það þarf ekki marga mánuði með svona aukareikningum til að knésetja fyrirtæki. Gleymum því heldur ekki að á undanförnum átján mánuðum hafa öll aðföng hækkað gríðarlega." Atli Gíslason, formaður landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndar Alþingis, telur að unnið sé að lausn málsins innan landbúnaðarráðuneytisins, án þess að hún sé í sjónmáli. „Þetta virðist mjög þungt í vöfum. Við erum að selja orku til álbræðslna undir kostnaðarverði, liggur mér við að segja, og það bitnar á garðyrkjubændum og öllum almenningi í landinu. Við erum að borga niður verðið til álfyrirtækjanna og þar liggur stóri vandinn í orkumálum." Samband garðyrkjubænda skrifaði undir samkomulag við stjórnvöld í júlí um breytingar á gildandi samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda. Þar kveður á um að starfshópur muni skoða hækkun raforkuverðs. Bjarni hvetur til þess að starf hópsins hefjist sem fyrst svo taka megi á þeim vanda sem fyrirsjáanlegur er hjá fjölda bænda. Fjöldi fyrirtækja verður harkalega fyrir barðinu á hækkun orkuverðs og þeirra á meðal eru stærstu fyrirtækin í geiranum. Margir geta ekki mætt svona áföllum. Gleymum heldur ekki hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélög, til dæmis á Suðurlandi, ef ekkert verður gert. Þar eru þessi fyrirtæki burðarásinn og skila stórum hluta skatttekna þeirra," segir Bjarni. Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Fjöldi garðyrkjubænda horfir fram á alvarlega rekstrarerfiðleika vegna hækkunar á raforkuverði. Gjaldþrot vofir yfir stórum fyrirtækjum ef ákvörðun stjórnvalda um skerðingu á niðurgreiðslum verður látin standa óbreytt. Skerðingin skilar ríkissjóði litlum ávinningi en veldur gríðarlegu tjóni, segir Bjarni Jónsson,framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Bjarni segir að raforkukostnaður fjölda garðyrkjubænda hafi hækkað um 25 prósent með ákvörðun stjórnvalda í ársbyrjun um að skerða niðurgreiðslur á dreifingarkostnaði rafmagns. „Ég vona, framleiðslunnar vegna, að það verði tekið á þessu máli og þessari ákvörðun snúið við." Bjarni minnir á að nýleg hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar þýði að raforkuverð bænda í dreifbýli hafi hækkað um allt að 35 prósent. „Mesta hækkun sem ég hef séð hjá einum bónda er 600 þúsund krónur á mánuði. Þetta er rekstur sem hefur skilað lítils háttar hagnaði og það þarf ekki marga mánuði með svona aukareikningum til að knésetja fyrirtæki. Gleymum því heldur ekki að á undanförnum átján mánuðum hafa öll aðföng hækkað gríðarlega." Atli Gíslason, formaður landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndar Alþingis, telur að unnið sé að lausn málsins innan landbúnaðarráðuneytisins, án þess að hún sé í sjónmáli. „Þetta virðist mjög þungt í vöfum. Við erum að selja orku til álbræðslna undir kostnaðarverði, liggur mér við að segja, og það bitnar á garðyrkjubændum og öllum almenningi í landinu. Við erum að borga niður verðið til álfyrirtækjanna og þar liggur stóri vandinn í orkumálum." Samband garðyrkjubænda skrifaði undir samkomulag við stjórnvöld í júlí um breytingar á gildandi samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda. Þar kveður á um að starfshópur muni skoða hækkun raforkuverðs. Bjarni hvetur til þess að starf hópsins hefjist sem fyrst svo taka megi á þeim vanda sem fyrirsjáanlegur er hjá fjölda bænda. Fjöldi fyrirtækja verður harkalega fyrir barðinu á hækkun orkuverðs og þeirra á meðal eru stærstu fyrirtækin í geiranum. Margir geta ekki mætt svona áföllum. Gleymum heldur ekki hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélög, til dæmis á Suðurlandi, ef ekkert verður gert. Þar eru þessi fyrirtæki burðarásinn og skila stórum hluta skatttekna þeirra," segir Bjarni.
Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira