Erlent

Þriðja ríkisstjórnin sem fellur vegna kreppunnar

Mirek Topolanek forsætisráðherra ætlar að láta af embætti.
Mirek Topolanek forsætisráðherra ætlar að láta af embætti.
Minnihlutastjórnin í Tékklandi tapaði atkvæðagreiðslu um vantrausttillögu sem stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu fram.

Fjórir þingmenn úr stjórnarliðinu, sem skipuð er hægri- og miðjumönnum, greiddu atkvæði með jafnaðarmönnum og sósíalistum um vantraust á Mirek Topolanek forsætisráðherra. Topolanek segist ætla að láta af embætti en stjórnmálaskýrendur segja að það sé óljóst hve lengi hann muni sitja áfram. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að enginn vafi liggi á því að Tékkland geti haldið áfram að gegna forystu í sambandinu.

Tékkland er þriðja ríkið í heiminum þar sem ríkisstjórn fellur vegna kreppunnar en ríkisstjórnir Íslands og Lettlands féllu áður. Þá tilkynnti Ferenc Gyurcsany forsætisráðherra Ungverjalands um síðustu helgi að hann ætlaði að láta af embætti til að liðka fyrir þjóðfélagslegum og efnahagslegum breytingum vegna kreppunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×