Innlent

Árs fangelsi fyrir að misnota barnunga stúlku

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Karlmaður var dæmdu í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn átta ára gamalli stúlku.

Í dómsorði segir að brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir séu mjög alvarleg.

Brotin beindust gegn ungri telpu sem hinn dæmdi hafði verið falið að gæta og hefur ákærði borið að hann hafi leyft telpunni að gista á heimili sínu meðal annars vegna þess að hún hafi búið við erfiðar heimilisaðstæður.

Í stað þess að veita barninu skjól beitti hann það grófu kynferðisofbeldi og brást algjörlega trausti þess.

Ekki þykir ástæða til þess að skilorðsbinda dóminn. Manninum er einnig gert að greiða barninu 600 þúsund í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×