Innlent

Útivistartími barna breytist í dag

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan tíu á kvöldin og 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til miðnættis. Í tilkynningu frá lögreglu segir að börn megi ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Þó má bregða út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.

„Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu," segir ennfremur um leið og minnt er á mikilvægi þess að börn og unglingar fái nægan svefn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×