Innlent

Álftanes óskar eftir aðstoð vegna fjárhagserfiðleika

Mynd/GVA
Vegna fjárhagsvandræða hefur sveitarfélagið Álftanes óskað eftir aðkomu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Það er mat meirihluta bæjarstjórnar Álftaness að verði ekkert að gert, eða gripið til viðeigandi ráðstafana varðandi fjármál bæjarsjóðs, muni stefna í verulegan greiðsluvanda hjá sveitarfélaginu.

Á fundi bæjarstjórnar í kvöld var samþykkt við fyrri umræðu tillaga meirihluta bæjarstjórnar að fara þessa leið. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að greiningu á stöðu fjármála hjá sveitarfélaginu. Fram kemur í tilkynningu frá Pálma Mássyni, bæjarstjóra, að þessi vinna var unnin af honum, fjármálastjóra bæjarfélagsins og sérfræðingi frá KPMG, ásamt fulltrúum meirihluta bæjarstjórnar.

„Ákvörðun þessi er þungbær fyrir meirihluta bæjarstjórnar en er tekin að vandlega athuguðu máli og er gerð með hagsmuni Álftnesinga að leiðarljósi til lengri framtíðar," segir í tilkynningu bæjarstjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×