Erlent

Fundust látnir á fjöllum

Lögreglan í Japan rannsakar nú dauða tíu eldri borgara, sem fundust látnir í gær í fjallshlíðum í Hokkaido, norðan til í Japan.

Átta þeirra voru saman í átján manna hópi sem hélt upp á fjallið Tomuraushi á vegum japanskrar ferðaskrifstofu, en einn var að klífa sama fjall einn síns liðs. Sá tíundi lést á öðru fjalli á sömu slóðum.

Lögreglan er að kanna hvort skipuleggjendur ferðanna hafi gerst sekir um vanrækslu. Talið er að allt þetta fólk hafi látist úr ofkælingu.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×