Erlent

Gasmál ESB og Rússa enn í uppnámi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Höfuðstöðvar Gazprom.
Höfuðstöðvar Gazprom.

Enn eru gasmál Evrópusambandsins og Rússa í uppnámi eftir að þeir síðarnefndu sögðu upp samkomulagi um eftirlit með gasdælingu gegnum Úkraínu til ríkja ESB.

Gengið var frá samkomulaginu um helgina og fóru eftitlitsmenn ESB til Úkraínu í kjölfarið. Það var svo í gær sem Dimitri Medvedev Rússlandsforseti lýsti því yfir að ekkert yrði af gasdælingu fyrr en þarlend stjórnvöld hefðu séð afrit af samkomulaginu.

Skömmu eftir að orðið var við þessu höfnuðu Rússar samkomulaginu á þeim forsendum að Úkraínumenn hefðu laumað inn í það ýmsum fyrirvörum, meðal annars þess efnis að Úkraína sé skuldlaus við rússneska gasrisann Gazprom.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×