Erlent

Chavez segir að Castro komi ekki á nýjan leik

Chavez og Castro.
Chavez og Castro.

Einn besti vinur Fidels Castro segir að hann muni tæpast koma fram opinberlega á nýjan leik. Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir ólíklegt að Fidel Castro eigi eftir að koma opinberlega. Hann útskýrði þessi orð ekki nánar.

Chavez hefur oft heimsótt Castro og teljst meðal bestu vina hans.

Castro sem er 82 ára gamall hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann gekkst undir mikla skurðaðgerð fyrir tveimur og hálfu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×