Enski boltinn

Stjörnur Chelsea vilja halda Hiddink

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hiddink hefur blásið nýju lífi í Chelsea.
Hiddink hefur blásið nýju lífi í Chelsea. Nordic Photos/Getty Images

Chelsea-mennirnir Michael Ballack og Petr Cech hafa biðlað til Guus Hiddink að halda áfram að stýra liði Chelsea en Hiddink ætlar aðeins að stýra Chelsea út leiktíðina.

„Það væri frábært ef hann yrði áfram þrjú ár í viðbót. Það finnst öllum hann vera frábær stjóri. Ég er því sammála og vill að hann verði áfram. Honum hefur tekist að hafa frábær áhrif á liðið á stuttum tíma," sagði Ballack.

Chelsea vann fyrstu sex leiki sína undir stjórn Hiddinks og gerði jafntefli við Juventus í sjöunda leiknum.

Liðið er á mikilli siglingu og komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og í undanúrslit ensku bikarkeppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×