Erlent

Deilt um einkalíf Berlusconis í ítalska þinginu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það gustar um Berlusconi nú sem endranær. Mynd/ AP.
Það gustar um Berlusconi nú sem endranær. Mynd/ AP.
Hart var deilt í ítalska þinginu í gær vegna einkamála Silvios Berlusconis, forsætisráðherra landsins. Nýlega fundust upptökur af samtali hans við vændiskonu, en í því samtali lýsir Berlusconi mjög frjálslega skoðunum sínum á samskiptum sínum við kvenfólk.

Stjórnarandstaðan í ítalska þinginu hefur núna fengið sig fullsadda af stöðugum fréttum úr einkalífi Berlusconis og fullyrða þingmenn stjórnarandstöðunnar að hegðun hans sé þeim til skammar.

Skoðanakannanir benda til þess að almenningur á Ítalíu sé sammála stjórnarandstöðunni því vinsældir Berlusconis hafa snarminnkað að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×