Innlent

Ekki búið að yfirheyra þá handteknu

Þrír mótmælendur voru handteknir í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þegar salan á hlut í Orkuveitu Reykjavíkur var samþykkt á fundi borgarráðs. Að sögn lögreglu voru mótmælendurnir handteknir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.

Ekki er búið að ræða við mótmælendurna en það verður gert á næstu mínútum. Lögreglan gerir síðan ráð fyrir að þeim verði sleppt að yfirheyrslum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×