Ábatasöm útrás skurðlæknis 30. október 2009 18:47 Ábatasöm útrás íslensks skurðlæknis og sérfræðings í magahjáveituaðgerðum skilar Norðurlandi eystra milljónatugum í skatttekjur þessu ári. Fjögur þúsund sjúklingar leggjast undir hnífinn hjá fyrirtækinu í ár. Það vekur athygli í álagningarskrá Norðurlands eystra að þar er í tíunda sæti eignarhaldsfélagið Hjörtur GG, staðsett á Akureyri og borgar til samfélagsins tæpar fjörutíu milljónir króna á þessu ári. Félagið velti röskum 250 milljónum króna á síðasta ári. Þegar fréttastofa fór að grennslast fyrir kom í ljós að eigandi félagsins er Hjörtur Georg Gíslason fyrrverandi meltingarskurðlæknir á St. Jósefsspítala. Félagið er hins vegar stofnað um fyrirtæki hans sem sér um flóknar og stórar speglunarskurðaðgerðir, einkum á offitusjúklingum, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og hefur tíu skurðlækna á sínum snærum. Fréttastofa náði tali af Hirti nú síðdegis, þar sem hann er staddur í stuttu stoppi á Íslandi. En af hverju greiðir hann skatta af þessari erlendu starfsemi til Norðurlands eystra? „Ég er fæddur Akureyringur og er skráður með lögheimili þar. Ég bý reyndar svona í hálfgerði ferðastöku en ég er að vinna í Svíþjóð, Noregi og Danmörku," segir Hjörtur Georg. Aðspurður segir hann mikla eftirspurn vera eftir slíkum aðgerðum. „Eins og staðan er í dag er eftirspurnin miklu meiri en framboðið eða þar að segja þeir sem geta annast og gert þessar aðgerðir." Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Ábatasöm útrás íslensks skurðlæknis og sérfræðings í magahjáveituaðgerðum skilar Norðurlandi eystra milljónatugum í skatttekjur þessu ári. Fjögur þúsund sjúklingar leggjast undir hnífinn hjá fyrirtækinu í ár. Það vekur athygli í álagningarskrá Norðurlands eystra að þar er í tíunda sæti eignarhaldsfélagið Hjörtur GG, staðsett á Akureyri og borgar til samfélagsins tæpar fjörutíu milljónir króna á þessu ári. Félagið velti röskum 250 milljónum króna á síðasta ári. Þegar fréttastofa fór að grennslast fyrir kom í ljós að eigandi félagsins er Hjörtur Georg Gíslason fyrrverandi meltingarskurðlæknir á St. Jósefsspítala. Félagið er hins vegar stofnað um fyrirtæki hans sem sér um flóknar og stórar speglunarskurðaðgerðir, einkum á offitusjúklingum, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og hefur tíu skurðlækna á sínum snærum. Fréttastofa náði tali af Hirti nú síðdegis, þar sem hann er staddur í stuttu stoppi á Íslandi. En af hverju greiðir hann skatta af þessari erlendu starfsemi til Norðurlands eystra? „Ég er fæddur Akureyringur og er skráður með lögheimili þar. Ég bý reyndar svona í hálfgerði ferðastöku en ég er að vinna í Svíþjóð, Noregi og Danmörku," segir Hjörtur Georg. Aðspurður segir hann mikla eftirspurn vera eftir slíkum aðgerðum. „Eins og staðan er í dag er eftirspurnin miklu meiri en framboðið eða þar að segja þeir sem geta annast og gert þessar aðgerðir."
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira