Innlent

Þriðjungur þeirra sem greinast með inflúensu eru börn

Upp undir þriðjungur þeirra sem hafa greinst með inflúensu í mánuðinum, eru börn á aldrinum núll til níu ára. Sóttvarnaryfirvöld kunna engar skýringar á þessu. Hér er átt við þá sem hafa greinst með inflúensulík einkenni, en margir þeirra kynnu að hafa fengið svínaflensu. Fjarvistum ungmenna í grunnskólum landsins hefur samfara þessu fjölgað mjög í mánuðinum.

Nú eru ellefu manns á gjörgæslu á Landspítalanum með flensuna, þar af tveggja ára barn. Alls liggja fjörutíu og þrír á spítalanum með flensu. Þrír eru á sjúkrahúsinu á Akureyri. S

Sóttvarnaryfirvöld segja í tilkynningu að almenn bólusetning gegn A H einn N einn inflúensu geti hafist síðari hluta nóvember. Það sé fyrr en áður var ætlað. 20 þúsund hafa þegar verið bólusettir, en alls eru um 75 þúsund manns í forgangshópum um bóluefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×