Innlent

Ólafur hættur sem ritstjóri Morgunblaðsins

Ólafur Stephensen.
Ólafur Stephensen. Mynd/Anton Brink

 

Ólafur Stephensen lætur af starfi ritstjóra Morgunblaðsins í dag. Ólafur tilkynnti starfsfólki blaðsins þetta í tölvupósti í dag. Fram kom í tölvupóstinum að ákvörðunin hafi verið tekin sameiginlega af honum og stjórn útgáfufélags Morgunblaðsins vegna mismunandi áherslna varðandi rekstur blaðsins.

Ekki hefur verið tilkynnt um hver verður eftirmaður Ólafs. Fram kemur í tilkynningu frá Óskari Magnússyni, útgáfustjóra Morgunblaðsins, að nýr ritstjóri verður ráðinn svo fljótt sem kostur er.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×