Gunnar hættir sem bæjarstjóri: Kominn tími á kónginn Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 16. júní 2009 10:05 „Ég lagði það til á fundinum í gær með mínum flokksfélögum að það væri kominn tími á kónginn," segir Gunnar Birgisson sem fyrir skemmstu lauk fundi með Ómari Stefánssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarmanna í Kópavogi og samstarfsfélaga Gunnars í meirihlutanum í Kópavogi. Niðurstaða þess fundar var sú að Gunnar hættir sem bæjarstjóri. Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að það ætti eftir að ganga frá því hvenær hann myndi láta af störfum. Aðspurður hvort hann væri sáttur við þessa niðurstöðu svaraði Gunnar: „Ég tek hagsmuni flokksins og bæjarbúa í Kópavogi fram yfir mína," segir Gunnar sem mun þó áfram starfa sem bæjarfulltrúi og verður eftir sem áður forystumaður flokksins í Kópavogi. Aðspurður hvort að hann hafi átt frumkvæði að því að hætta sjálfur segir hann það hafa verið kröfu Framsóknarsflokksins að hann léti af störfum. Flokksbræður hans í Kópavogi hafi hinsvegar lýst yfir eindregnum stuðningi við hann og hans störf. „Það var mikill stuðningur við mig á þessum fundi í gærkvöldi. Það var svo sett í hendurnar á okkur bæjarfulltrúunum að leiða þetta mál til lykta," segir Gunnar. Hann segir að það sé ekki búið að finna eftirmann hans í starf bæjarstjóra. Aðspurður hvort það yrði Gunnsteinn Sigurðsson eða Ármann Kr. Ólafsson líkt og rætt hefur verið um svaraði hann: „Ég segi ekkert." Tengdar fréttir Gunnar gengur til viðræðna við Framsókn Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lauk nú fyrir stundu. Á fundinum bar Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, upp tillögu um að hann myndi ásamt bæjarfulltrúum flokksins ganga til fundar við Framsóknarmenn um áframhaldandi samstarf. Að sögn Óttars Felix Haukssonar, formanni fulltrúaráðsins, var góð sátt um tillöguna á fundinum. 15. júní 2009 23:46 Samfylkingin í Kópavogi: Gunnar verður að víkja Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi ítreka fyrri kröfu sína um að Gunnar I. Birgisson axli ábyrgð og víki sem bæjarstjóri eftir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans. Nú sé reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfræðiálit en ekki sé rætt um pólitíska og siðferðislega ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu. 16. júní 2009 09:46 „Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf“ Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi funduðu í morgun um stöðu mála í bæjarpólitíkinni. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins. 16. júní 2009 09:18 Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15. júní 2009 10:11 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Ég lagði það til á fundinum í gær með mínum flokksfélögum að það væri kominn tími á kónginn," segir Gunnar Birgisson sem fyrir skemmstu lauk fundi með Ómari Stefánssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarmanna í Kópavogi og samstarfsfélaga Gunnars í meirihlutanum í Kópavogi. Niðurstaða þess fundar var sú að Gunnar hættir sem bæjarstjóri. Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að það ætti eftir að ganga frá því hvenær hann myndi láta af störfum. Aðspurður hvort hann væri sáttur við þessa niðurstöðu svaraði Gunnar: „Ég tek hagsmuni flokksins og bæjarbúa í Kópavogi fram yfir mína," segir Gunnar sem mun þó áfram starfa sem bæjarfulltrúi og verður eftir sem áður forystumaður flokksins í Kópavogi. Aðspurður hvort að hann hafi átt frumkvæði að því að hætta sjálfur segir hann það hafa verið kröfu Framsóknarsflokksins að hann léti af störfum. Flokksbræður hans í Kópavogi hafi hinsvegar lýst yfir eindregnum stuðningi við hann og hans störf. „Það var mikill stuðningur við mig á þessum fundi í gærkvöldi. Það var svo sett í hendurnar á okkur bæjarfulltrúunum að leiða þetta mál til lykta," segir Gunnar. Hann segir að það sé ekki búið að finna eftirmann hans í starf bæjarstjóra. Aðspurður hvort það yrði Gunnsteinn Sigurðsson eða Ármann Kr. Ólafsson líkt og rætt hefur verið um svaraði hann: „Ég segi ekkert."
Tengdar fréttir Gunnar gengur til viðræðna við Framsókn Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lauk nú fyrir stundu. Á fundinum bar Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, upp tillögu um að hann myndi ásamt bæjarfulltrúum flokksins ganga til fundar við Framsóknarmenn um áframhaldandi samstarf. Að sögn Óttars Felix Haukssonar, formanni fulltrúaráðsins, var góð sátt um tillöguna á fundinum. 15. júní 2009 23:46 Samfylkingin í Kópavogi: Gunnar verður að víkja Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi ítreka fyrri kröfu sína um að Gunnar I. Birgisson axli ábyrgð og víki sem bæjarstjóri eftir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans. Nú sé reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfræðiálit en ekki sé rætt um pólitíska og siðferðislega ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu. 16. júní 2009 09:46 „Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf“ Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi funduðu í morgun um stöðu mála í bæjarpólitíkinni. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins. 16. júní 2009 09:18 Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15. júní 2009 10:11 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Gunnar gengur til viðræðna við Framsókn Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lauk nú fyrir stundu. Á fundinum bar Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, upp tillögu um að hann myndi ásamt bæjarfulltrúum flokksins ganga til fundar við Framsóknarmenn um áframhaldandi samstarf. Að sögn Óttars Felix Haukssonar, formanni fulltrúaráðsins, var góð sátt um tillöguna á fundinum. 15. júní 2009 23:46
Samfylkingin í Kópavogi: Gunnar verður að víkja Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi ítreka fyrri kröfu sína um að Gunnar I. Birgisson axli ábyrgð og víki sem bæjarstjóri eftir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans. Nú sé reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfræðiálit en ekki sé rætt um pólitíska og siðferðislega ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu. 16. júní 2009 09:46
„Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf“ Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi funduðu í morgun um stöðu mála í bæjarpólitíkinni. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins. 16. júní 2009 09:18
Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15. júní 2009 10:11