Hannyrðafólk bíður spennt eftir nýjum prjónamynstrum 20. nóvember 2009 04:15 Húsvíkingar eru alvanir prjónaskap. Í desember ár hvert heldur Slysavarnadeild kvenna á Húsavík slík kvöld þar sem ýmislegt verður til úr garninu. „Við ætlum að prjóna saman barnavettlinga og gefa þá í söfnun Mæðrastyrksnefndar,“ segir Gerður Eðvarðsdóttir, sem á og rekur hannyrða- og kaffihúsið Heitt á prjónunum á Ísafirði. Hún reiknar með um fimmtán manns, allt frá átta ára til áttræðs, í prjónakaffi sem haldið verður í hannyrðaversluninni í dag í tilefni af útgáfu nýja prjónablaðsins Björk. Þetta er fyrsta tölublað prjónablaðsins sem bætist í litríka flóru prjónablaða á markaðnum. Þau verða nú að minnsta kosti fjögur og tengjast sum þeirra ákveðnum gerðum af garni, jafnt íslensku sem innlendu. Í nýja blaðinu er lögð áhersla á íslensk munstur og viðtöl við prjónakonur og ýmislegt fleira sem tengist prjónaskap. Útgáfunni er fagnað í að minnsta ellefu hannyrðaverslunum víða um land á milli klukkan fjögur og sex í dag og fitjað verður upp og prjónað í nokkrum þeirra. Vinsældir prjónaskapar hafa vaxið jafnt og þétt síðustu misseri og sér ekki fyrir enda á því. Prjónakaffi hefur verið haldið öll mánudagskvöld í hannyrðaversluninni Heitt á prjónunum síðan búðin opnaði í júní. Kökurnar og kruðeríið í kaffihúsinu bakar Gerður sjálf. „Það er alltaf mikil eftirvæning eftir nýju prjónablaði. Ég verð bara að treysta á að vera komin með það í hendur,“ segir Sigrún Ingvarsdóttir í hannyrðaversluninni Esar á Húsavík þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún reiknar með mikilli aðsókn í tilefni af útkomu tímaritsins, sem verður fagnað fyrir norðan á milli klukkan fjögur og sex í dag. Sigrún segir Húsvíkinga alvana prjónakaffi sem þessu enda sé Slysavarnadeild kvenna á Húsavík með árlegt prjónakaffi. Það næsta verður haldið 9. desember næstkomandi. Af þeim sökum telur hún ólíklegt að prjónarnir verði teknir upp í dag. Boðið verður upp á kaffi og með því og rætt um prjónaskap auk þess að von er á einhverjum uppákomum. „Við erum alltaf spennt fyrir nýjum munstrum,“ segir hún. jonab@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Við ætlum að prjóna saman barnavettlinga og gefa þá í söfnun Mæðrastyrksnefndar,“ segir Gerður Eðvarðsdóttir, sem á og rekur hannyrða- og kaffihúsið Heitt á prjónunum á Ísafirði. Hún reiknar með um fimmtán manns, allt frá átta ára til áttræðs, í prjónakaffi sem haldið verður í hannyrðaversluninni í dag í tilefni af útgáfu nýja prjónablaðsins Björk. Þetta er fyrsta tölublað prjónablaðsins sem bætist í litríka flóru prjónablaða á markaðnum. Þau verða nú að minnsta kosti fjögur og tengjast sum þeirra ákveðnum gerðum af garni, jafnt íslensku sem innlendu. Í nýja blaðinu er lögð áhersla á íslensk munstur og viðtöl við prjónakonur og ýmislegt fleira sem tengist prjónaskap. Útgáfunni er fagnað í að minnsta ellefu hannyrðaverslunum víða um land á milli klukkan fjögur og sex í dag og fitjað verður upp og prjónað í nokkrum þeirra. Vinsældir prjónaskapar hafa vaxið jafnt og þétt síðustu misseri og sér ekki fyrir enda á því. Prjónakaffi hefur verið haldið öll mánudagskvöld í hannyrðaversluninni Heitt á prjónunum síðan búðin opnaði í júní. Kökurnar og kruðeríið í kaffihúsinu bakar Gerður sjálf. „Það er alltaf mikil eftirvæning eftir nýju prjónablaði. Ég verð bara að treysta á að vera komin með það í hendur,“ segir Sigrún Ingvarsdóttir í hannyrðaversluninni Esar á Húsavík þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún reiknar með mikilli aðsókn í tilefni af útkomu tímaritsins, sem verður fagnað fyrir norðan á milli klukkan fjögur og sex í dag. Sigrún segir Húsvíkinga alvana prjónakaffi sem þessu enda sé Slysavarnadeild kvenna á Húsavík með árlegt prjónakaffi. Það næsta verður haldið 9. desember næstkomandi. Af þeim sökum telur hún ólíklegt að prjónarnir verði teknir upp í dag. Boðið verður upp á kaffi og með því og rætt um prjónaskap auk þess að von er á einhverjum uppákomum. „Við erum alltaf spennt fyrir nýjum munstrum,“ segir hún. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira