Innlent

Bjartsýn á að stjórnarmyndun ljúki um helgina

Jóhanna Sigurðardóttir ræddi við fréttamenn í Alþingishúsinu í dag. Mynd/ Sigurjón.
Jóhanna Sigurðardóttir ræddi við fréttamenn í Alþingishúsinu í dag. Mynd/ Sigurjón.

Viðræður Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ganga vel, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi forsætisráðherra, í samtali við fréttamenn á fimmta timanum í dag. Sagðist Jóhanna bjartsýn á að flokkarnir gætu myndað nýja ríkisstjórn um helgina. Eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar yrði að skipa nýja stjórn í Seðlabankanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×