Erlent

Vilja fresta aftöku Muhammads

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
John Allen Muhammad.
John Allen Muhammad.

Lögmenn Johns Allen Muhammad, sem dæmdur var til dauða fyrir þátt sinn í leyniskyttumorðunum í Maryland, Virginíu og Washington haustið 2002, hafa beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta aftökunni, sem er á dagskrá 10. nóvember, á þeirri forsendu að hann eigi við geðræn vandamál að stríða og hafi auk þess fengið ófullnægjandi vörn við réttarhöldin. Þeir segja Muhammad þjást af svokölluðu Flóabardagaheilkenni eftir að hann gegndi stöðu liðþjálfa í fyrra Íraksstríðinu. Lögmennirnir vilja að dómurinn verði mildaður í lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun og segja öryggi borgaranna ekki síður tryggt með því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×