Innlent

Beit lögreglu í löngutöng

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Rétt rúmlega tvítugur maður var dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón í löngutöng á vinstri hönd. Maðurinn beit lögreglumanninn í apríl á síðasta ári á Hverfisgötunni í miðborg Reykjavíkur.

Löggubíturinn játaði aðild sína að málinu og lauk því sem játningamáli. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en brotið var hegningarauki vegna 30 daga skilorðsbundins fangelsi sem hann hafði hlotið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×