Innlent

Íbúi sleginn vegna íkveikju

íbúi í Vestmannaeyjum er sleginn eftir að brennuvargur reyndir að kveikja í húsi í gegnum bréfalúgu.
íbúi í Vestmannaeyjum er sleginn eftir að brennuvargur reyndir að kveikja í húsi í gegnum bréfalúgu.

„Manni er nú bara brugðið við að heyra þetta," sagði kona sem býr við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum en aðfaranótt laugardagsins síðasta var maður handtekinn við að reyna kveikja í íbúðarhúsi í sömu götu og hún býr í. Maðurinn hafði troðið bréfi inn um bréflúgu við Hásteinsveg og síðan borið eld að.

„Já þetta er mjög óhugnalegt en ég veit ekkert meira um þetta, bara að þetta hafi verið í götunni," sagði íbúinn en það var fyrir einstaka heppni sem húsráðandinn varð var við brennuvarginn. Hann hafði heyrt einhvern eiga við bréflúguna og þegar hann kannaði hvað var að gerast þá tók hann eftir eldinum. Lögreglan var kvödd á staðinn en þegar hún kom á vettvang var brennuvargurinn á bak og burt.

Samkvæmt lögreglu beindist grunur fljótlega að ákveðnum aðila og var hann yfirheyrður í kjölfarið. Hann hefur ekki játað verknaðinn. Málið er í rannsókn.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×