Innlent

Undirstrikar nauðsyn breikkun Suðurlandsvegar

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/Stefán Karlsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að svar Kristjáns Möllers, samgönguráðherra, við fyrirspurn sinni um Suðurlandsveg og gangagerð undirstriki nauðsyn þess að hafnar verði framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar.

Í svari samgönguráðherra kemur meðal annars fram að arðsemismat vegna breikkunar Suðurlandsvegar sé á bilinu 16-28% samanborið við 2-15% arðsemi framkvæmda um Vaðlaheiði og Héðinfjörð.

„Það er klárt að arðsemismat þessarar framkvæmda er ákaflega hagfellt Suðurlandsvegi," segir Sigurður. Jafnframt segir hann að í svari Kristjáns komi fram að tíðni alvarlegra slysa sé afar há um Suðurlandsveg. Sigurður segir að það sama eigi þó við um Víkurskarð.

Á veginum um Víkurskarð við Vaðlaheiði er 0,89 slysatíðni en á Suðurlandsvegi er hún á bilinu 0,58-1,80.

„Ég mun halda áframa að þrýsta á að framkvæmdir hefjist við þessa mjög svo mikilvægu framkvæmd og að vegurinn verði tvöfaldaður eða í það minnsta breikkaður," segir þingmaðurinn.

Sigurður segir ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir strax. „Framkvæmdin hefur langhæsta arðsemismatið, mikin stuðning í samfélaginu og síðan er þetta einn hættulegasti vegur landsins."

Svar Kristjáns Möllers samgönguráðherra við fyrirspurn Sigurður Inga Jóhannssonar er hægt að sjá hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×