Innlent

Vilja samvinnu en ekki sameiningu HR og HÍ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rektor, háskólaráð og Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík fagna umræðum um aukna samvinnu háskólanna.

Í ályktun sem Háskólinn í Reykjavík sendi frá sér, undir yfirskriftinni Samvinna en ekki sameining HR og HÍ, segir að umtalsverð tækifæri til hagræðingar geti falist í verkaskiptingu skólanna og samstarfi um gæðamál, aðstöðu, innkaup og ýmsan rekstur og þjónustu við nemendur.

Sameining tveggja stærstu og jafnframt hagkvæmustu háskólaeininga landsins sé hins vegar ekki ákjósanleg ef standa á vörð um fjölbreytni og framþróun háskólamenntunar, nýsköpunar- og vísindastarfs hér á landi til framtíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×