Norn hættir rekstri og íhugar að flytja úr landi 4. mars 2009 15:33 Nornin Eva Haukdsdóttir segist ekki vilja lifa í hagkerfi sem gengur út á að borga skuldir útrásavíkinga. „Það er bara ekki rekstragrundvöllur fyrir þessu fyrirtæki," segir nornin Eva Hauksdóttir sem rak Nornabúðina á Vesturgötunni í miðborg Reykjavíkur. Nú ætlar Eva að loka búðinni um næstu mánaðamót. Sjálf segir hún ástæðuna margþætta, en í raun beina afleiðingu kreppunnar. Nú er svo komið að Eva íhugar einnig að flytja úr landi - og jafnvel slíta öllu stjórnmálasambandi við Ísland. Eva Hauksdóttir hefur verið áberandi í mótmælum undanfarinna mánaða auk þess sem sonur hennar, Haukur Hilmarsson, hefur verið ötull á sama vettvangi. Eva ræddi meðal annars við Davíð Oddsson á meðan hann var enn Seðlabankastjóri og þá var hún áberandi eftir að lögreglan handtók son hennar ólöglega fyrir áramót. Spurð hversvegna hún hyggist flytja úr landi segir Eva: „Það eru tvær ástæður fyrir að flytja úr landi. Annarsvegar vegna þess að atvinnuástandið hér á landi er ekki gæfulegt, svo er ég ekki hrifinn af því að taka þátt í hagkerfi sem vill borga skuldir einhverra drullusokka [útrásavíkinga. innsk.blm.] og selja sjálfstæði þjóðarinnar í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins." Hún tekur þó fram að engin ákvörðun hafi verið tekinn um það hvort hún flytji úr landi eða ekki, það velti frekar á atvinnu og aðstæðum. Hún segir að áætlanirnar geti breyst, fari svo að henni bjóðist vinna við sitt hæfi. Aðspurð hvaða afleiðingar hugsanleg brottför hennar muni hafa á mótmælin sem hafa verið fyrirferðamikil undanfarið svarar Eva yfirveguð: „Byltingin sér um sig sjálfa. Hún þarf ekkert á mér að halda. Ég hef engar áhyggjur af því." En þangað til Eva fer af landi brott, það er að segja, láti hún af því verða, þá ætlar hún að beita sér fyrir frekari umræðum ,til að mynda um skilyrði AGS. Hún segist hafa talsverðar áhyggjur af skilyrðum sjóðsins, þá aðallega vegna þess að skýr svör fást ekki hjá ráðamönnum að hennar sögn. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Það er bara ekki rekstragrundvöllur fyrir þessu fyrirtæki," segir nornin Eva Hauksdóttir sem rak Nornabúðina á Vesturgötunni í miðborg Reykjavíkur. Nú ætlar Eva að loka búðinni um næstu mánaðamót. Sjálf segir hún ástæðuna margþætta, en í raun beina afleiðingu kreppunnar. Nú er svo komið að Eva íhugar einnig að flytja úr landi - og jafnvel slíta öllu stjórnmálasambandi við Ísland. Eva Hauksdóttir hefur verið áberandi í mótmælum undanfarinna mánaða auk þess sem sonur hennar, Haukur Hilmarsson, hefur verið ötull á sama vettvangi. Eva ræddi meðal annars við Davíð Oddsson á meðan hann var enn Seðlabankastjóri og þá var hún áberandi eftir að lögreglan handtók son hennar ólöglega fyrir áramót. Spurð hversvegna hún hyggist flytja úr landi segir Eva: „Það eru tvær ástæður fyrir að flytja úr landi. Annarsvegar vegna þess að atvinnuástandið hér á landi er ekki gæfulegt, svo er ég ekki hrifinn af því að taka þátt í hagkerfi sem vill borga skuldir einhverra drullusokka [útrásavíkinga. innsk.blm.] og selja sjálfstæði þjóðarinnar í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins." Hún tekur þó fram að engin ákvörðun hafi verið tekinn um það hvort hún flytji úr landi eða ekki, það velti frekar á atvinnu og aðstæðum. Hún segir að áætlanirnar geti breyst, fari svo að henni bjóðist vinna við sitt hæfi. Aðspurð hvaða afleiðingar hugsanleg brottför hennar muni hafa á mótmælin sem hafa verið fyrirferðamikil undanfarið svarar Eva yfirveguð: „Byltingin sér um sig sjálfa. Hún þarf ekkert á mér að halda. Ég hef engar áhyggjur af því." En þangað til Eva fer af landi brott, það er að segja, láti hún af því verða, þá ætlar hún að beita sér fyrir frekari umræðum ,til að mynda um skilyrði AGS. Hún segist hafa talsverðar áhyggjur af skilyrðum sjóðsins, þá aðallega vegna þess að skýr svör fást ekki hjá ráðamönnum að hennar sögn.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira