Innlent

Fjölskylduhjálpin leitar eftir stuðningi frá fjársterkum aðilum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásgerður Jóna Flosadóttir segir að allir þeir sem þurfi á aðstoð að halda geti fengið hana hjá Fjölskylduhjálpinni. Mynd/ Völundur.
Ásgerður Jóna Flosadóttir segir að allir þeir sem þurfi á aðstoð að halda geti fengið hana hjá Fjölskylduhjálpinni. Mynd/ Völundur.
Fjölskylduhjálpin er að fara af stað með söfnun til að geta staðið straum af öllum þeim umsóknum sem munu berast fyrir jólin. Forsvarsmenn hennar hafa því leitað aðstoðar fyrirtækja í bréfi sem verið er að senda út þessa dagana. Í bréfinu segir að einnig sé safnað peningum og matvælum allt árið um kring fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur.sem þurfi á mataraðstoð að halda. Vikulega sé úthlutað mataraðstoð til 300 fjölskyldna sem búi við efnahagslega fátækt hér á landi.

„Allir þeir sem fá aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands þurfa að sýna tilskilin gögn er varða stöðu þeirra. Öryrkjar sýna örorkukort, atvinnulausir sýna pappíra frá Vinnumálastofnun, einstæðir foreldrar sýna gögn um greiðslur frá TR, eldri borgarar sýna pappíra um stöðu sína. Erlendir borgarar þurfa að sýna nýja pappíra í hvert skipti sem þeir sækja um aðstoð," segir í bréfinu sem sent er út.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir þó í samtali við Vísi að tekið sé á móti öllum beiðnum um aðstoð. Það er að segja, enginn kvóti sé settur á það hversu oft fólk sem þurfi á aðstoð að halda geti komið og sótt eftir stuðningi hjá Fjölskylduhjálpinni.




Tengdar fréttir

Prestur kvíðir mánaðamótum vegna fátæktar

Stöðugur straumur af fólki leitar sér hjálpar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnafjarðarkirkju. Í samtali við Vísi segir Þórhallur að sama hversu oft sé bent á vandann, ekkert virðist vera að breytast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×