Fimmtíu þúsund eru talin í mestri áhættu 29. október 2009 05:30 Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala sprautaði hvert annað á dögunum, samkvæmt ráðleggingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og sóttvarnaráði.Fréttablaðið/vilhelm Sóttvarnalæknir telur allt að fimmtíu þúsund Íslendinga vera í mestri hættu af svínaflensunni, með svokallaða undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt er að því að þetta fólk fái bólusetningu fyrir lok nóvember. Ekki er á Haraldi Briem sóttvarnalækni að heyra að rétt sé að gera lítið úr svínaflensunni eða leggja hana að jöfnu við árlegu inflúensuna. „Þótt svínaflensan sé almennt séð tiltölulega væg og að sumu leyti eins og venjulega inflúensan er lítill hópur manna sem veikist mjög hastarlega. Hundrað manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús síðan í lok september og fer tala þeirra vaxandi í hverri viku,“ segir Haraldur. „Tíu prósent þessara lenda á gjörgæslu. Svo er þessi stóri massi sem lendir ekki svona illa í þessu, en þeir geta ekki talað fyrir hina. Ég hugsa að enginn myndi tala svona, að segja þetta eins og hvern annan inflúensuskít, ef hann þekkti einhvern sem hefur lent illa í þessu,“ segir hann. Árstíðabundna inflúensan leggi helst aldrað fólk á dvalarheimilum að velli og veki ekki mikla athygli. „Munurinn núna er að þeir sem eru að lenda á gjörgæslu eru miklu yngri, þrjátíu til sextíu ára, með mjög svæsna veiru-lungnabólgu með miklum öndunarerfiðleikum,“ segir Haraldur. En sagan er ekki sögð með þessu, því erlendar tölur benda til að um þriðjungur þeirra sem lenda á gjörgæslu sé alls ekki með undirliggjandi sjúkdóma. Ekki heldur allir þeir sem hafa látist úr veikinni. Því vill Haraldur láta bólusetja alla landsmenn. klemens@frettabladid.is Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur allt að fimmtíu þúsund Íslendinga vera í mestri hættu af svínaflensunni, með svokallaða undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt er að því að þetta fólk fái bólusetningu fyrir lok nóvember. Ekki er á Haraldi Briem sóttvarnalækni að heyra að rétt sé að gera lítið úr svínaflensunni eða leggja hana að jöfnu við árlegu inflúensuna. „Þótt svínaflensan sé almennt séð tiltölulega væg og að sumu leyti eins og venjulega inflúensan er lítill hópur manna sem veikist mjög hastarlega. Hundrað manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús síðan í lok september og fer tala þeirra vaxandi í hverri viku,“ segir Haraldur. „Tíu prósent þessara lenda á gjörgæslu. Svo er þessi stóri massi sem lendir ekki svona illa í þessu, en þeir geta ekki talað fyrir hina. Ég hugsa að enginn myndi tala svona, að segja þetta eins og hvern annan inflúensuskít, ef hann þekkti einhvern sem hefur lent illa í þessu,“ segir hann. Árstíðabundna inflúensan leggi helst aldrað fólk á dvalarheimilum að velli og veki ekki mikla athygli. „Munurinn núna er að þeir sem eru að lenda á gjörgæslu eru miklu yngri, þrjátíu til sextíu ára, með mjög svæsna veiru-lungnabólgu með miklum öndunarerfiðleikum,“ segir Haraldur. En sagan er ekki sögð með þessu, því erlendar tölur benda til að um þriðjungur þeirra sem lenda á gjörgæslu sé alls ekki með undirliggjandi sjúkdóma. Ekki heldur allir þeir sem hafa látist úr veikinni. Því vill Haraldur láta bólusetja alla landsmenn. klemens@frettabladid.is
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira