Innlent

Útrásarvíkingum gert að greiða málskostnaðartryggingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn í morgun. Mynd/ Golli.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn í morgun. Mynd/ Golli.
Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson þurfa að reiða fram mörg hundruð þúsund króna tryggingar ætli þeir sér að fá niðurstöðu í mál þeirra gegn Óskari Hrafni Þorvaldssyni fréttastjóra og Gunnari Erni Jónssyni fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Magnús stefndi Gunnari Erni Jónssyni vegna fréttar sem birtist á Stöð 2 í júlímánuði um fjármagnsflutninga úr Straumi yfir í skattaskjól rétt eftir hrun bankanna. Björgólfur Guðmundsson stefndi Gunnari Erni vegna sömu fréttar og Óskari vegna umfjöllunar um fréttina í morgunþætti á Bylgjunni.

Magnús og Björgólfur hafa báðir verið úrskurðaðir gjaldþrota og því fóru Óskar og Gunnar fram á málskostnaðartryggingu ef svo færi að Björgólfur og Magnús töpuðu málinu. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun þarf Magnús að greiða 900 þúsund krónur í tryggingu. Björgólfur þarf hins vegar að greiða 1400 þúsund krónur, 700 þúsund vegna málsins gegn Óskari og 700 þúsund vegna málsins gegn Gunnari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×