Innlent

Sextán handteknir í umfangsmikilli aðgerð Selfosslögreglu

Sextán manns voru handteknir og húsleitir gerðar á sex stöðum á Selfossi, í Hveragerði og í Grímsnesi, í viðamikilli aðgerð lögreglunnar á Selfossi í gær.

Rannsóknin beindist að fíkniefnamálum, þjófnuðum og innbrotum, meðal annars í gróðurhús í Árnessýslu, þar sem gróðurhúsalömpum hefur verið stolið til kannabisræktunar. Lögreglan á Hvolsvelli veitti nágrönnum sínum aðstoð og hýsti meðal annars nokkra hinna handteknu. Þrír þeirra eru enn í fangageymslum og verður krafist gæsluvarðhalds yfir að minnsta kosti einum þeirra.

Í tengslum við rannsóknina voru tveir ökumenn staðnir að því að aka undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi auk þess sem fíkniefni og áhöld til að neyta þeirra fundust í fórum þeirra. Ekki liggur fyrir hvort lögregla lagði hald á eitthvað við húsleitirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×