Enski boltinn

Kovac til West Ham

AFP

West Ham hefur gengið frá lánssamningi við tékkneska landsliðsmanninn Radoslav Kovac út leiktíðina en hann kemur frá Spartak í Moskvu.

Kovac þessi er 29 ára gamall og gegndi fyrirliðastöðunni hjá rússneska liðinu. Hann ku einnig geta spilað í vörninni og hefur mikla reynslu eftir að hafa spilað bæði á HM 2006 og EM 2008 með liði Tékka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×