Dóttir Gunnars Birgissonar fær aftur vinnu hjá Kópavogi 24. júní 2009 21:00 Gunnar lenti í pólitískum stormi vegna dóttur sinnar, sem aftur hannar umhverfisviðurkenningar handa bænum. Hið umdeilda fyrirtæki, Frjáls miðlun, var með lægsta tilboðið í hönnun og gerð á viðurkenningarskjölum og merkjum handa Kópavogsbæ á dögunum og var tilboðinu tekið af hálfu bæjarins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verkið er boðið út en Frjáls miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs hefur séð um að útbúa viðurkenningarnar síðustu ár. Viðskipti fyrirtækisins við bæjarfélagið hafa vakið athygli á síðustu vikum og úttekt á viðskiptunum varð til þess að bæjarstjórn samþykkti að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði skýrslu um viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun sem vakið hefur mikla athygli. Eitt af verkefnum Frjálsrar miðlunar sem tekið var til skoðunar í skýrslunni og þótti umdeilt var einmitt sama verk og fyrirtækið hefur hreppt nú í útboði. Gunnar Birgisson gagnrýndi skýrsluna alvarlega. Frjáls miðlun vann umhverfisviðurkenningar fyrir Kópavogsbæ árin 2003 til 2008 og í öll skiptin án útboðs. Árið 2006 voru viðurkenningarnar dýrastar en þá greiddi bærinn fyrirtækinu rúmar 759 þúsund krónur fyrir verkið. Ódýrastar voru viðurkenningarnar árið 2004 þegar þær kostuðu 199 þúsund en í fyrra nam reikningurinn rúmum 520 þúsund krónum. Það var umhverfisráð sem samþykkti tilboðið. Fundurinn var haldinn áttunda júní. Þess má geta að Gunnar sat ekki fundinn. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hið umdeilda fyrirtæki, Frjáls miðlun, var með lægsta tilboðið í hönnun og gerð á viðurkenningarskjölum og merkjum handa Kópavogsbæ á dögunum og var tilboðinu tekið af hálfu bæjarins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verkið er boðið út en Frjáls miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs hefur séð um að útbúa viðurkenningarnar síðustu ár. Viðskipti fyrirtækisins við bæjarfélagið hafa vakið athygli á síðustu vikum og úttekt á viðskiptunum varð til þess að bæjarstjórn samþykkti að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði skýrslu um viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun sem vakið hefur mikla athygli. Eitt af verkefnum Frjálsrar miðlunar sem tekið var til skoðunar í skýrslunni og þótti umdeilt var einmitt sama verk og fyrirtækið hefur hreppt nú í útboði. Gunnar Birgisson gagnrýndi skýrsluna alvarlega. Frjáls miðlun vann umhverfisviðurkenningar fyrir Kópavogsbæ árin 2003 til 2008 og í öll skiptin án útboðs. Árið 2006 voru viðurkenningarnar dýrastar en þá greiddi bærinn fyrirtækinu rúmar 759 þúsund krónur fyrir verkið. Ódýrastar voru viðurkenningarnar árið 2004 þegar þær kostuðu 199 þúsund en í fyrra nam reikningurinn rúmum 520 þúsund krónum. Það var umhverfisráð sem samþykkti tilboðið. Fundurinn var haldinn áttunda júní. Þess má geta að Gunnar sat ekki fundinn.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira