Beðinn um að missa minnið í réttarsal 5. mars 2009 13:30 Ragnar Magnússon MYND/ANTON Ragnar Magnússon var beðinn um að missa minnið í dómssal í dag. Þar fór fram aðalmeðferð í þremur líkamsárásarmálum gegn Benjamín Þór Þorgrímssyni. Árásin á Ragnar vakti nokkra athygli á síðasta ári þegar hún var sýnd í fréttaskýringarþættinum Kompás. Ragnar sagði meðal annars að eftir þáttinn hefði hann fengið hótanir frá þriðja aðila sem bað hann um að missa minnið fyrir dómi. Hann sagðist því miður ekki geta gefið upp hver sá aðili væri. Fullt var út úr dyrum í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Nokkur fjöldi vitna var kallaður fyrir en hinar tvær árásirnar snúa að ógæfumanni sem var laminn í húsasundi í miðbænum en hin árásin fór fram á Hilton hótel Nordica. Þar á Benjamín að hafa ráðist að viðskiptafélaga sínum en þeir sátu fund ásamt öðrum fjárfestum. Gaf honum selbita Sá sem kærði líkamsárásina á Nordica sagðist hafa þekkt Benjamín í dágóðan tíma fyrir dómi. Þeir væru viðskiptaféalgar en umræddan fund sátu þeir ásamt fjárfestum sem Benjamín hafði kynnt hann fyrir. Hann sagði Benjamín ekki hafa verið ánægðan með svör sín gagnvart fjárfestunum og hafi því byrjaði að kyrkja sig í sófanum. Hann hafi þá gengið í átt að barnum til þess að borga Maltflösku sem hann drakk. Benjamín hafi þá elt sig og haldið áfram að berja sig ítrekað í andlitið. Hótaði hann meðal annars því að drepa hann og sagðist Benjamín vera svangur. Hann myndi iðulega reiðast mjög þegar á hann myndi sækja hungur. Hann sagði Benjamín hafa kýlt sig þremur til fjórum hnefahöggum en lögregla kom síðar á staðinn. Maðurinn fór til læknis og fékk áverkavottorð, sagðist hann hafa fengið vott af heilahristingi auk þess sem hann kastaði upp. Aðspurður hvort hann hefði sjálfur veitt sér þessa áverka svaraði maðurinn því neitandi. Lögreglumaður sem mætti á svæðið eftir árásina sagðist hafa rætt við Benjamín á staðnum. Hafi hann meðal annars sagst hafa gefið manninum selbita. Benjamín Þór ÞorgrímssonMYND/VILHELM Minnislaus barþjónn Í máli viðskiptafélag Benjamíns kom einnig fram að fyrir umrædda árás hefði Benjamín lamið sig í bifreið fyrri utan World Class. Hann hefði einnig fengið nálgunarbann á Benjamín eftir ítrekaðar hótanir og eftirför. Meðal annars hefði hann þurft lögreglufylgd um nætur þegar hann var að færa sig milli hótela, en maðurinn er búsettur í Bretlandi. Hann sagði einnig að bíl föður síns hefði verið rústað í tengslum við málið og fullyrti að Benjamín hefði staðið að baki þeim skemmdarverkum. Hann sagðist að sjálfsögðu vera hræddur við Benjamín og hefði sérstaklega flogið hingað til lands í nótt til þess að bera vitni í málinu, hann hafi ekki viljað vera lengi hér á landi. Benjamín og hinir fjárfestarnir eiga 33% hlut í fyrirtæki mannsins og höfðu fjárfestarnir látið hann fá 7-8 milljónir fyrir umræddan fund. Fyrir dóm mætti barþjónn sem var að vinna á Nordica þegar umrætt atvik átti sér stað. Í skýrslu hafði lögreglumaður eftir honum að Benjamín hefði slegið til mannsins við barinn en fyrir dómi sagðist barþjónninn ekki hafa séð neitt. Hann hefði sagt við lögreglumanninn að sér hefði verið sagt að svona hefði þetta verið, en hann hefði ekki séð neitt. Ragnar beðinn um að missa minnið Ragnar Magnússon mætti einnig fyrir dóm vegna árásar við hafnarvogina í Hafnarfirði síðastliðið sumar. Sagði hann Benjamín hafa rukkað sig um 5 milljónir króna vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum um að Benjamín væri handrukkari. Hann féllst síðan á að hitta Benjamín á umræddum stað en sá fundur var myndaður af fréttaskýringarþættinum Kompás. Samskipti þeirra eru því til á myndbandi en árásin endar með því að Kompásmenn grípa inn í og fer Benjamín þá af vettvangi. Ragnar er nú fluttur austur á land og sagðist hafa lögheimili á Egilsstöðum. Hann sagðist ekki hafa átt bein samskipti við Benjamín eftir umrædda árás en hefði fengið hótanir í gegnum þriðja aðila. Meðal annars var hann beðinn um draga kæruna til baka auk þess sem hann var beðinn um að missa minnið í réttarsal í dag. Aðspurður hver hefði verið þar að verki sagðist Ragnar því miður ekki geta greint frá því. Man ekkert vegna ketamíns Þriðja árásin sem Benjamín er ákærðru fyrir á að hafa átt sér stað á Hverfisgötu þann 21.febrúar á síðasta ári. Aðdragandinn var sá að ógæfumaður reyndi að ræna Snyrti og fótaaðgerðarstofu Eddu á Hverfisgötu. Eftir að maðurinn kom útaf stofunni á hann að hafa hitt Benjamín sem gekk í skrokk á honum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki muna neitt eftir atvikinu þar sem hann hefði verið búinn að taka inn mörg lyf, m.a ketamín sem myndi „slá" hann alveg út. Vitni að ráninu mætti fyrir dóm en hann elti ræningjann eftir ránstilraunina þar til lögregla mætti á svæðið. Sagðist hann hafa elt hann upp að krá á Laugaveginum sem heitir Mónakó. Minni vitninsins virtist eitthvað hafa skolast til því í lörgregluskýrslu á hann að hafa sagt lögreglu að maðurinn hafi lent í ryskingum á leið sinni að Mónakó. Honum rak ekki minni til þess en sagðist hafa týnt manninum um tíma þegar á eltingarleiknum stóð. Vísir greindi frá umræddri ránstilraun skömmu eftir að hún átti sér stað. Þá sagði afgreiðslukona á snyrtistofunni að kúnni sem hafði verið inni hjá sér hefði elt manninn á bíl þar sem hann hafi hitt stórann þrekvaxinn karlmann rétt hjá. „Hann hefur örugglega ætlað að ræna mig til þess að borga þessum manni sem brást illa við peningaleysinu og lamdi ræningjann," sagði afgreiðslukonan í samtali við Vísi þann 21.febrúar. Aðalmeðferð í málinu hélt áfram í dag og var áætlað að henni lyki klukkan 17:15. Niðurstöðu í málinu er því líklega að vænta innan þriggja vikna. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ragnar Magnússon var beðinn um að missa minnið í dómssal í dag. Þar fór fram aðalmeðferð í þremur líkamsárásarmálum gegn Benjamín Þór Þorgrímssyni. Árásin á Ragnar vakti nokkra athygli á síðasta ári þegar hún var sýnd í fréttaskýringarþættinum Kompás. Ragnar sagði meðal annars að eftir þáttinn hefði hann fengið hótanir frá þriðja aðila sem bað hann um að missa minnið fyrir dómi. Hann sagðist því miður ekki geta gefið upp hver sá aðili væri. Fullt var út úr dyrum í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Nokkur fjöldi vitna var kallaður fyrir en hinar tvær árásirnar snúa að ógæfumanni sem var laminn í húsasundi í miðbænum en hin árásin fór fram á Hilton hótel Nordica. Þar á Benjamín að hafa ráðist að viðskiptafélaga sínum en þeir sátu fund ásamt öðrum fjárfestum. Gaf honum selbita Sá sem kærði líkamsárásina á Nordica sagðist hafa þekkt Benjamín í dágóðan tíma fyrir dómi. Þeir væru viðskiptaféalgar en umræddan fund sátu þeir ásamt fjárfestum sem Benjamín hafði kynnt hann fyrir. Hann sagði Benjamín ekki hafa verið ánægðan með svör sín gagnvart fjárfestunum og hafi því byrjaði að kyrkja sig í sófanum. Hann hafi þá gengið í átt að barnum til þess að borga Maltflösku sem hann drakk. Benjamín hafi þá elt sig og haldið áfram að berja sig ítrekað í andlitið. Hótaði hann meðal annars því að drepa hann og sagðist Benjamín vera svangur. Hann myndi iðulega reiðast mjög þegar á hann myndi sækja hungur. Hann sagði Benjamín hafa kýlt sig þremur til fjórum hnefahöggum en lögregla kom síðar á staðinn. Maðurinn fór til læknis og fékk áverkavottorð, sagðist hann hafa fengið vott af heilahristingi auk þess sem hann kastaði upp. Aðspurður hvort hann hefði sjálfur veitt sér þessa áverka svaraði maðurinn því neitandi. Lögreglumaður sem mætti á svæðið eftir árásina sagðist hafa rætt við Benjamín á staðnum. Hafi hann meðal annars sagst hafa gefið manninum selbita. Benjamín Þór ÞorgrímssonMYND/VILHELM Minnislaus barþjónn Í máli viðskiptafélag Benjamíns kom einnig fram að fyrir umrædda árás hefði Benjamín lamið sig í bifreið fyrri utan World Class. Hann hefði einnig fengið nálgunarbann á Benjamín eftir ítrekaðar hótanir og eftirför. Meðal annars hefði hann þurft lögreglufylgd um nætur þegar hann var að færa sig milli hótela, en maðurinn er búsettur í Bretlandi. Hann sagði einnig að bíl föður síns hefði verið rústað í tengslum við málið og fullyrti að Benjamín hefði staðið að baki þeim skemmdarverkum. Hann sagðist að sjálfsögðu vera hræddur við Benjamín og hefði sérstaklega flogið hingað til lands í nótt til þess að bera vitni í málinu, hann hafi ekki viljað vera lengi hér á landi. Benjamín og hinir fjárfestarnir eiga 33% hlut í fyrirtæki mannsins og höfðu fjárfestarnir látið hann fá 7-8 milljónir fyrir umræddan fund. Fyrir dóm mætti barþjónn sem var að vinna á Nordica þegar umrætt atvik átti sér stað. Í skýrslu hafði lögreglumaður eftir honum að Benjamín hefði slegið til mannsins við barinn en fyrir dómi sagðist barþjónninn ekki hafa séð neitt. Hann hefði sagt við lögreglumanninn að sér hefði verið sagt að svona hefði þetta verið, en hann hefði ekki séð neitt. Ragnar beðinn um að missa minnið Ragnar Magnússon mætti einnig fyrir dóm vegna árásar við hafnarvogina í Hafnarfirði síðastliðið sumar. Sagði hann Benjamín hafa rukkað sig um 5 milljónir króna vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum um að Benjamín væri handrukkari. Hann féllst síðan á að hitta Benjamín á umræddum stað en sá fundur var myndaður af fréttaskýringarþættinum Kompás. Samskipti þeirra eru því til á myndbandi en árásin endar með því að Kompásmenn grípa inn í og fer Benjamín þá af vettvangi. Ragnar er nú fluttur austur á land og sagðist hafa lögheimili á Egilsstöðum. Hann sagðist ekki hafa átt bein samskipti við Benjamín eftir umrædda árás en hefði fengið hótanir í gegnum þriðja aðila. Meðal annars var hann beðinn um draga kæruna til baka auk þess sem hann var beðinn um að missa minnið í réttarsal í dag. Aðspurður hver hefði verið þar að verki sagðist Ragnar því miður ekki geta greint frá því. Man ekkert vegna ketamíns Þriðja árásin sem Benjamín er ákærðru fyrir á að hafa átt sér stað á Hverfisgötu þann 21.febrúar á síðasta ári. Aðdragandinn var sá að ógæfumaður reyndi að ræna Snyrti og fótaaðgerðarstofu Eddu á Hverfisgötu. Eftir að maðurinn kom útaf stofunni á hann að hafa hitt Benjamín sem gekk í skrokk á honum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki muna neitt eftir atvikinu þar sem hann hefði verið búinn að taka inn mörg lyf, m.a ketamín sem myndi „slá" hann alveg út. Vitni að ráninu mætti fyrir dóm en hann elti ræningjann eftir ránstilraunina þar til lögregla mætti á svæðið. Sagðist hann hafa elt hann upp að krá á Laugaveginum sem heitir Mónakó. Minni vitninsins virtist eitthvað hafa skolast til því í lörgregluskýrslu á hann að hafa sagt lögreglu að maðurinn hafi lent í ryskingum á leið sinni að Mónakó. Honum rak ekki minni til þess en sagðist hafa týnt manninum um tíma þegar á eltingarleiknum stóð. Vísir greindi frá umræddri ránstilraun skömmu eftir að hún átti sér stað. Þá sagði afgreiðslukona á snyrtistofunni að kúnni sem hafði verið inni hjá sér hefði elt manninn á bíl þar sem hann hafi hitt stórann þrekvaxinn karlmann rétt hjá. „Hann hefur örugglega ætlað að ræna mig til þess að borga þessum manni sem brást illa við peningaleysinu og lamdi ræningjann," sagði afgreiðslukonan í samtali við Vísi þann 21.febrúar. Aðalmeðferð í málinu hélt áfram í dag og var áætlað að henni lyki klukkan 17:15. Niðurstöðu í málinu er því líklega að vænta innan þriggja vikna.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira