Innlent

Tvær líkamsárásir og ólöglegur sundsprettur á Humarhátíð

Frá Humarhátíðinni árið 2005.
Frá Humarhátíðinni árið 2005.

Mikið annríki var hjá lögreglu á Höfn í Hornafirði í nótt en þar stendur Humarhátíðin yfir.

Tvær líkamsárásir komu til kasta lögreglu og afskipti voru höfð af ölvuðu fólki í sundlaug utan opnunartíma. Þá segir í tilkynningu lögreglunnar að mikil ölvun og töluvert af fólki sé statt í bænum.

Undir morgun var tilkynnt um tvö skemmdarverk og þjófnaði. Rannsókn þeirra mála gengur vel.

Í heildina gengur hátíðin vel að mati lögreglunnar og virðast allflestir þeirra sem lagt hafa leið sína til Hafnar vera komnir til að skemmta sér með heimamönnum enda dagskráin fjölbreytt og metnaðarfull.

Í tilkynningu segir að lögreglan telji það í raun sorglegt að hugsa til þess að alltaf séu einhverjir einstaklingar sem ekki una sér með öðru fólki og finnst sjálfsagt að valda tjóni og leiðindum hvar sem þeir koma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×