Innlent

Samningar standa yfir um sölu á sendiráðsbústaðnum í New York

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Utanríkisráðuneytið vinnur nú að sölu nokkurra sendiráða. Mynd/ GVA.
Utanríkisráðuneytið vinnur nú að sölu nokkurra sendiráða. Mynd/ GVA.
Samningar standa yfir um sölu á sendiráðsbústaðnum í New York, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Kaupverð mun ekki verða gefið upp fyrr en endanlegir samningar liggja fyrir. Ekki hafa enn borist raunhæf tilboð í sendiráðsbústaðina í London og Washington. Söluferli er að hefjast á bústöðunum í Ottawa og Tókýó.

Eftir bankahrunið í fyrra var ljóst að grípa þyrfti til ráðstafana til þess að laga fyrirsjáanlegan fjárlagahalla. Vilji stóð til þess að skera niður í utanríkisþjónustunni og var fljótlega farið að ræða um sölu á fyrrgreindum fasteignum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×