Innlent

Skil skilyrði fyrir leikskólaplássi

Ragnar Sær Ragnarsson
Ragnar Sær Ragnarsson

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að skilyrði fyrir leikskóladvöl barna sé að foreldrar þeirra séu ekki í vanskilum við leikskólasvið borgarinnar.

Í nýjum reglum um leikskólaþjónustu sem gengu í gildi í gær segir að leikskólasviði sé heimilt að gera samkomulag við foreldra um eldri skuldir svo yngra barn þeirra geti hafið leikskólagöngu. Sviðið getur sagt dvölinni upp ef ekki er staðið við samkomulagið.

Ragnar Sær Ragnarsson, formaður leikskólaráðs, segir að vanskil við sviðið séu almennt lítil og hafi ekki aukist.- bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×