Innlent

Ætla að miðla góðum fréttum

Samtök atvinnulífsins kalla eftir jákvæðum fréttum úr atvinnulífinu og ætla að miðla þeim áfram. Fréttum er hægt að koma til skila á vef samtakanna, www.sa.is.

Á vefnum segir að þrátt fyrir allt nái fólk og fyrirtæki árangri við mjög erfiðar aðstæður nú en með bættu rekstrarumhverfi væri hægt að gera mun betur.

„Aðeins með öflugu atvinnulífi, hugmyndaauðgi og framsýni náum við að kveða kreppuna í kútinn. Fram undan er mikilvægt uppbyggingarstarf þar sem SA munu leggja sitt af mörkum til hægt sé að snúa þróuninni við." - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×