Erlent

SÞ flytja 600 manns tímabundið frá Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Breskur hermaður í Afganistan.
Breskur hermaður í Afganistan. MYND/Telegraph

Sameinuðu þjóðirnar hyggjast flytja hluta af starfsmönnum sínum í Afganistan, 600 í allt, frá landinu á meðan gerðar eru ráðstafanir til að auka öryggi á dvalarstöðum þeirra. Þegar það hefur verið gert snúa starfsmennirnir aftur og halda áfram starfsemi. Sameinuðu þjóðirnar hafa 1.300 alþjóðlega starfsmenn á sínum vegum í Afganistan sem annast ýmiss konar þróunaraðstoð, flutning hjálpargagna og fleira. Þessar ráðstafanir eru gerðar í kjölfar tíðra árása talibana síðustu daga en meðal þeirra má nefna sjálfsmorðssprengjuárás á gistihús í síðustu viku þar sem þrír féllu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×