Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2009 10:01 Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. Búist er við að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boði til fréttamannafundar jafnvel fyrir hádegi í dag, til að kynna niðurstöðu samninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur breska fjármálaráðuneytið nú þegar sett afnám hryðjuverkalaganna í feril, en það mun taka um hálfan mánuð að taka gildi. Miðað er við að lögin falli úr gildi hinn 15. júní næst komandi og þann sama dag verður losað um frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða íslenskra króna vegna samningsins. Í Bretlandi er skuldbindingin 2,2 milljarðar punda, en vegna Icesave reikninganna í Hollandi er skuldbindingin 1,2 milljarðar evra. Með samkomulaginu ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda innistæður upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tryggja löndum sínum 100 prósent af innistæðum þeirra, og því mun breska ríkið greiða 2,4 milljarða punda vegna Icesave og hollenska ríkið hálfa milljón evra. Ríkin tvö verða því fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna Icesave. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva. Í samkomulaginu er gengið út frá að 75 prósent af eignum Landsbankans innheimtist, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að 85 prósent eigna inniheimtist og breskt endurskoðunarfyrirtæki reiknar með að 95 prósent eigna bankans skili sér. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. Búist er við að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boði til fréttamannafundar jafnvel fyrir hádegi í dag, til að kynna niðurstöðu samninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur breska fjármálaráðuneytið nú þegar sett afnám hryðjuverkalaganna í feril, en það mun taka um hálfan mánuð að taka gildi. Miðað er við að lögin falli úr gildi hinn 15. júní næst komandi og þann sama dag verður losað um frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða íslenskra króna vegna samningsins. Í Bretlandi er skuldbindingin 2,2 milljarðar punda, en vegna Icesave reikninganna í Hollandi er skuldbindingin 1,2 milljarðar evra. Með samkomulaginu ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda innistæður upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tryggja löndum sínum 100 prósent af innistæðum þeirra, og því mun breska ríkið greiða 2,4 milljarða punda vegna Icesave og hollenska ríkið hálfa milljón evra. Ríkin tvö verða því fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna Icesave. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva. Í samkomulaginu er gengið út frá að 75 prósent af eignum Landsbankans innheimtist, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að 85 prósent eigna inniheimtist og breskt endurskoðunarfyrirtæki reiknar með að 95 prósent eigna bankans skili sér.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira