Innlent

Lokað fyrir umferð um Kísilveg

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Kísilvegur, milli Mývatnssveitar og Langavatns, er lokaður vegna ófærðar. Nokkuð hefur borið á að fólk hefur verið að festa bifreiðar sínar þarna en það er hér með áréttað að Kísilvegurinn er lokaður vegna ófærðar, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Húsavík.

Ekki hefur verið ákveðið hvenar vegurinn verður opnaður en vegfarendum er bent á að aka um Reykjadal og Mývatnsheiði.

Í morgun féll snjóflóð á veginn um Dalsmynni í Fnjóskadal og er vegurinn þarna ófær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×